Þetta voru skref !

Til að taka af allann vafa um hvort það voru skref á Andra í lok leiks FH og Hauka í gærkvöldi þá hef ég skoðað þetta atvik nokkrum sinnum og met það svo að dómarinn hafi haft rétt fyrir sér þegar hann dæmdi skref á Andra  http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4398333/9.  Haukamenn taka líka undir það á sinni heimasíðu að það hafi litið þannig út við fyrstu sýn og er það ekki þá sem dómarinn þarf að taka ákvörðun? 

Auðvitað er það svo að þegar dómarar meta hvort það eru skref eða ekki þá er það ekki gert með því að telja þau í hvert skipti sem menn eru með boltann heldur er þetta tilfinning sem dómurum tekst misvel að tileinka sér.  Skrefadómar eru okkar helsta vandamál, en mér fannst drengjunum takast þokkalega í gær að ná línu í þeim og ég get fullyrt að þegar þeir dæma skref, þá eru skref, og það hefði þurft að flauta þau oftar.

Menn geta svo deilt um einstaka dóma og skeggrætt þá fram og til baka.  Dómarar gera að sjálfsögðu mistök í leikjum, en menn skulu ekki efast um heilindi þeirra og allt slíkt tal er algjörlega út í hött og fyrir neðan beltisstað.

 


Áherslur dómaranefndar - Hvernig hefur til tekist?

Dómaranefnd HSÍ og HDSÍ munu halda sameiginlegan morgunverðarfund á ÍSÍ laugardaginn 18. október nk til að fara yfir hvernig tekist hefur að framfylgja þeim áherslum sem dómaranefnd setti við upphaf keppnistímabilsins.  Fundurinn er aðeins ætlaður dómurum og eftirlitsmönnum, en til að vel megi takast þá er nauðsynlegt að fá upplýsingar frá þjálfurum um hvernig þeir hafa upplifað þessar áherslur. Í stað þess að senda út sérstakt spurningarblað þá væri gott að fá álit þjálfarana í tölvupósti til undirritaðs þar sem fram kæmi; -          Almenn umsögn um hverja áherslu fyrir sig-          Umsögn um einstök dómarapör – hvort þau eru að fylgja þessum áherslum eða ekki

-          Almenn umsögn um eftirlitsmenn – hvort þeir eru að fylgja þessum áherslum eftir á réttan hátt eða ekki

 
Þrátt fyrir að ekki sé meira búið af keppnistímabilinu, þá er mjög mikilvægt að farið sé yfir stöðuna og allir fái upplýsingar um hvort hlutirnir eru að ganga rétt fyrir sig eða ekki þannig að hægt verði að leiðbeina mönnum á rétta braut.   Dómaranefnd mun síðan senda öllum þjálfurum skýrslu um þennan fund og samantekt á þeirra svörum án þess að nöfn einstaklinga komi þar fram og því er mikilvægt að þjálfarar sendi sína umsögn ekki síðar en fimmtudaginn 16. október svo undirritaður hafi tíma til að vinna úr þeim upplýsingum.

Frábær mæting

Nú í vikunni var haldinn fundur dómaranefndar og þjálfara meistaraflokka.  Þessi fundur var mjög vel sóttur og mættu fulltrúar allra liða nema ÍBV og Akureyrar sem komust ekki vegna veðurs og Ragnar Hermannsson lenti í árekstri á leið til fundarins þannig að hann missti af honum.  Undanfarin ár hefur verið frekar dræm þátttaka á þessum fundum og þótti okkur því frábært að fá svona góða þátttöku.  Farið var yfir undirbúning dómara fyrir keppnistímabilið, störf skrifstofu HSÍ gagnvart boðunum og utanumhaldi, sýn dómaranefndar á eftirlitsmannakerfið og áherslur vetrarins. 

Þetta var góður fundur þar sem fóru fram málefnalegar umræður á mjög jákvæðum nótum.  Dómarar munu síðan hittast á fundi í kringunm 20. október þar sem farið verður yfir fyrstu umferðirnar og málin metin hvernig til hefur tekist.


Tveir puttar

Ég hef fengið góð viðbrögð hjá þjálfurum eftir að við birtum ÁHERSLUR VETRARINS og þeir virðast vera nokkuð sáttir við þær.  Auðvitað er það þannig að sumum finnst að við ættum frekar að taka á einhverju öðru eða að við séum að leggja of mikla áherslu á sum atriði.  Þeir hafa áhyggjur af því að við munum fara að túlka sóknarbrot of stíft og það muni ekki vera samræmi í þeim áherslum.  Ég get verið sammála þeim að þetta muni geta tekið einhvern tíma þangað til allir ná tökum á sóknarbrotum en við verðum að taka þá fórn til að laga þessi mál sem eru orðinn okkur til vandræða í alþjóðaboltanum.

Það hringdi í mig þjálfari og vildi leggja áherslu á að mönnum yrði refsað stighækkandi fyrir að biðja um 2 mínútur á andstæðinga þegar þeir brjóta harkalega af sér, með því að sýna tvo fingur.  Þetta gildir jafnt um þá sem eru á bekknum eða inn á velli.  Ég tek fyllilega undir með honum og þetta flokkast sem óíþróttamannleg framkoma.  Hafi dómarar ekki verið að taka á þessum málum þegar þau koma upp, þá eru þeir ekki að sinna skyldum sínum.


Góð frammistaða okkar manna

Sumarið og haustið hafa verið gott hjá okkar mönnum.  Í sumar eignuðumst við nýja alþjóða (IHF) dómara og í dag eignuðumst við nýjan EHF eftirlitsmann. 

Í júní fóru þeir Ingvar og Jónas á "Global Training Referee Project" í Granollers á Spáni ásamt 17 öðrum pörum.  Að því loknu voru útskrifuð þrjú IHF pör og voru Ingvar og Jónas eitt af þeim.  Í framhaldi af því fengu þeir verkefni í úrslitakeppni 20 ára karla í Rúmeníu þar sem þeir dæmdu meðal annars annan undanúrslitaleikinn í keppninni.  Um næstu helgi fara þeir til Såvehof og dæma þar tvo leiki í evrópukeppni kvenna.  Þetta er frábær árangur hjá þeim og ég efast ekki um að þeir eiga eftir að standa sig vel áfram miðað við árangur þeirra á haustprófum.

Nú eigum við tvo IHF pör, Anton-Hlyn og Ingvar-Jónas ásamt tveim kandidata pörum fyrir EHF eða þá Arnar-Svavar og Helga-Sigurjón.  Næsta verkefni verður að koma þeim áfram í próf á vegum EHF og ryðja brautina fyrir fleiri efnileg pör sem við eigum.

Í dag var Ólafur Örn Haraldsson útskrifaður sem eftirlitsmaður á vegum EHF eftir strangt þriggja daga námskeið og prófatörn í Balatonführed í Ungverjalandi.  Óli var þar ásamt 29 öðrum að þreyta þetta próf og náðu 18 en 12 komust ekki áfram.  Þetta sýnir að hann hefur unnið heimavinnuna og hann kemur heim reynslunni ríkari.  Annars hefur starf eftirlitsmanna ("Delegates") á vegum EHF verið að breytast á undanförnum árum og nú er gert ráð fyrir að þeir séu "Event Manager" eða viðburðastjórnendur og "Referee Trainers" eða þjálfarar fyrir dómarana.  Ég sé fyrir mér að slíkt gerist einnig hér hjá okkur.

Í dag eigum við fjóra EHF eftirlitsmenn, Kjartan K. Steinbach, Gunnar Gunnarsson, Óla og undirritaðan.  Helga Magnúsdóttir er sérlegur eftirlitsmaður á vegum EHF með kvennakeppnum og er í framboði fyrir okkur til endurkjörs í "Women Competition Commitee" nú í lok september.  Fyrir utan framangreinda þá starfa þeir Davíð B. Gíslason, Brynjar Einarsson, Róbert Gíslason og Kristján Halldórsson sem eftirlitsmenn næsta vetur.


Félögin og dómarauppeldi

Samkvæmt reglugerð HSÍ eiga þau félög sem senda meistarflokk til keppni að tilkynna tvo landsdómara með hverjum meistaraflokk sem þau senda til keppni

Þau íþróttafélög sem tilkynna þátttöku í landsmótum og í bikarkeppni HSÍ, skulu tilkynna tvo virka landsdómara til starfa fyrir hvern meistaraflokk er það tilkynnir til keppni. Skulu þeir dómarar taka að sér dómgæslu á vegum dómaranefndar, auk eins unglingadómara og A - stigs dómara fyrir hvern annan flokk sem tilkynntur er til keppni.

Nú við lokaundirbúning okkar dómara fyrir næsta keppnistímabil hafa 35 landsdómarar verið skráðir og þar af 7 nýliðar.  Af þessum 35 eru nokkrir meiddir eða nýkomnir úr meiðslum eða aðgerðum og ekki tilbúnir til að dæma strax og því ekki hægt að telja þá virka.  Þetta eru vissulega framfarir fá því í fyrra þegar við vorum með 28 "virka" landsdómara en betur má ef duga skal því samkvæmt reglunum eiga félögin að tilkynna 48 virka dómara miðað við fjölda meistaraflokka sem skráðir eru til keppni.  Félögin eru að standa sig misvel og á meðan til dæmis Fram tilkynnir 8 virka landsdómara þá koma engir dómarar frá Akureyri, Fylki, ÍBV, Selfossi, Stjörnunni og Val.  Þrjú félög, Fjölnir, Fram og ÍR, senda fleiri dómara en þarf á meðan öll önnur félög sinna ekki skyldum sínum gagnvart þessum málum.

Á formannafundi í lok ágúst voru þessi mál rædd og félögunum gerð grein fyrir stöðunni.  Þar var líka lögð fram tillaga frá dómaranefnd  um uppbyggingu og þjálfun dómara.  Sú tillaga gerir ráð fyrir því að félögin sinni sjálf fræðslu á leikreglum og grunnþjálfun dómara með aðstoð HSÍ í formi leiðbeininga og kennslu- og prófaefnis.  Það voru allir sammála um að gera þyrfti átak í þessum málum og að félögin yrðu að sinna þessari uppbyggingu á sama hátt og gagnvart leikmönnum.  Nú vantar bara að fylgja þessu eftir og sýna það ekki bara í orði heldur líka á borði.


Skriflegt próf dómara

Til gamans eru hér nokkrar spurningar úr skriflegu prófi dómara frá því í morgun og rétt svör látinn fylgja (rauðlituð).   Fleiri en eitt svar við spurningu geta verið rétt. 

7.         Dómararnir hafa dæmt aukakast fyrir lið B við aukakastlínu liðs A.  Eftir að allir leikmenn hafa tekið rétta stöðu flautar dómarinn til að framkvæma kastið.  Áður en boltinn fer úr hendi kastara fara tveir samherjar hans inn fyrir aukakastlínu liðs A.  Hver er rétt ákvörðun? a)      Endurtekning aukakast fyrir Bb)      Aukakast fyrir Ac)      Með flautumerkid)      Án flautumerkis

11.      Markvörður A hefur varið skot og boltinn hrekkur í mark af varnarleikmanni A3 sem stendur 2m inn í markteig.  Hver er rétt ákvörðun? a)      Aukakast fyrir Bb)      Vítakast fyrir Bc)      Áminning/brottvísun á A3d)      Mark

21.      Markvörður B er að framkvæma útkast.  Boltinn snertir dómara og fer aftur til markvarðar B, sem á meðan hafði yfirgefið markteig.  Ákvörðun?  a)      Halda leik áframb)      Endurtaka útkastc)      Aukakast fyrir A

d)      Aukakast fyrir B eftir flautumerki

  32.       Eftir að flautað hefur verið til hálfleiks á ennþá eftir að taka aukakast.
             Hvaða leikmönnum er hægt að skipta inná?
 

a)      Öllum leikmönnum úr báðum liðum

b)      Aðeins leikmönnum í varnarliðinu

c)      Aðeins leikmönnum í sóknarliðinu

d)      Aðeins einum leikmanni í sóknarliðinu

 

 


Áherslur dómaranefndar HSÍ fyrir veturinn

ÁHERSLUR KEPPNISTÍMABILSINS
2008-2009

Síðastliðinn vetur gaf dómaranefnd út skjal með þeim áherslum sem hún vildi að dómarar færu eftir á keppnistímabilinu.  Fyrri hluta tímabilsins voru fimm áherslur settar fram og þær síðan endurmetnar um áramót.  Um áramót kom í ljós að tvær af þeim áherslum sem settar voru fram voru í góðu lagi, þ.e. VÍTI + STIGHÆKKANDI REFSING og HRÖÐ FRUMKÖST og sama átti við í lok tímabils og verða þær því felldar út að sinni.  Einni áherslu var bætt við SAMRÆMING Í VÍTAKÖSTUM og áherslum á SKIPTIMANNASVÆÐI var breytt til að ná betri tökum á því.  Að þessu sinni verða fimm áherslur settar fram, þrjár óbreyttar frá lokum fyrra tímabils, einn lítilega lagfærð og ein ný (í þessarri röð).

1.              “ÓDÝR” FRÍKÖST

Borið hefur á því að sum pör hafa stundum verið að dæma of mörg ódýr fríköst í stað þess að leyfa leiknum að “fljóta”.  Þarna er oft hárfín lína á milli þess hvort átti að dæma fríkast eða ekki og oft er sóknarmaðurinn jafn brotlegur og varnarmaðurinn, en hann hefur verið látinn njóta vafans.  Í leikjum, þar sem mikillar hörku gætir, má búast við að til verði fleiri ódýr fríköst þar sem dómararnir reyna að ná betri stjórn með því að flauta fyrr.

2.             SÓKNARBROT

Í samanburði við alþjóðlega dómgæslu erum við að dæma of fá sóknarbrot á Íslandi og réttur varnarmanna er ekki nægilega virtur.  Dómurum hefur verið uppálagt hugleiða betur rétt varnarmanna.

3.             SKIPTIMANNASVÆÐI

Starfsmenn skulu sitja á skiptimannabekk og eingöngu einn starfsmaður má standa hverju sinni þurfi hann að sinna leikmönnum eða koma skilaboðum til sinna manna.  Leikmenn skulu sitja allann tímann og mega eingöngu standa þegar þeir eru að hita fyrir aftan bekk eða skipta við annann leikmann.  Starfsmenn og leikmenn mega hvetja sitt lið frá skiptimannasvæði, en um leið og tjáning þeirra beinist gegn dómurum eða að áhorfendum, hvort sem er í orði eða með líkamstjáningu sem sýnir að dómari sé ekki, eða hafi ekki verið að gera “rétt”, þá skulu dómarar grípa inn í og beita stighækkandi refsingu. 


4.             SAMRÆMING Í VÍTAKÖSTUM

Túlkun á upplögðu marktækifæri og beiting hagnaðarreglu þegar um upplagt marktækifæri hefur verið að ræða hefur ekki verið nógu markviss.  Þegar hagnaðarreglu er beitt þá má alls ekki beita henni þannig að leikmenn fái tvöfaldan sjéns.  Alltaf skal beita hagnaðarreglu hafi leikmaður minnsta möguleika á að láta rætast úr kasti í upplögðu marktækifæri á löglegan hátt og ef brotið er á honum samtímis þá skal dæma vítakast ef hann skorar ekki úr færinu. 

Dómarar þurfa einnig að vera nákvæmari á hvenær leikmenn eru að verjast á markteig eða utan hans og ekki skal dæma víti ef varnarmaður stendur óafvitandi á vítateigslínu nema um sé að ræða sífellda endurtekningu hjá sama leikmanni.

5.             GRIPIÐ UTAN UM SÓKNARMANN MEÐ BOLTA

Talsvert hefur borið á því að að lið verjist með því að hlaupa út úr vörninni til að grípa utan um leikmann með bolta, þegar verið er að stilla upp í kerfi, án þess að gera nokkra tilraun til þess að ná boltanum.  Sama á við þegar varnarmaður er við það að missa mann fram hjá sér að gripið sé með báðum höndum utan um leikmann til að stöðva hann.  Varnarmaður sem stendur andspænis sóknarmanni hefur hærri “tolerance” þegar hann beitir þessarri varnaraðferð, en varnarmaður sem sækir að sóknarmanni frá hlið eða aftan frá.  Mikilvægt er að dómarar beiti undantekningarlaust stighækkandi refsingum í þeim tilvikum.

 

Lærakastið hans Jóns Karls

Nú hefur dómaranefnd IHF skoðað framkvæmd vítakastsins sem Jón Karl tók gegn UMFA á dögunum og metið að markið hefði verið ólöglegt af því að hann sleppir boltanum áður en hann fer í lærið á honum.  Hefði hann ekki sleppt boltanum áður, þ.e. sparkað honum með lærinu úr höndum sér, þá hefði markið verið löglegt.  IHF á eftir að senda formlegan úrskurð með tilvísun í reglur (sennilega 7.7).

 

Það, að þurft hafði sérstakan úrskurð frá dómaranefnd IHF, sýnir að hægt er að túlka reglurnar á ýmsan hátt.  Margir voru sannfærðir um að það hefði ekki verið staðið rétt að kastinu og þeir hafa nú fengið staðfestingu á því en eftir stendur að það má framkvæma vítakast með lærinu ef rétt er að því staðið. 

 

 

 

Það væri óskandi að fleiri væru jafn hugmyndaríkir og Jón Karl og létu okkur hafa fleiri viðfangsefni af þessu tagi því það vakti mikla kátínu allra sem að því komu.  Það verður þó ekki komist hjá því að biðja leikmenn og sérstaklega markmann UMFA afsökunar á þessu atviki, því hann verður fórnarlamb aðstæðna sem við ráðum illa við, en persónulega fannst mér gott að Jón Karl fékk að njóta vafans með tilliti til þess að hann var að framkvæma sitt síðasta vítakast á ferlinum sem heppnaðist eftir þriggja vikna árangurslausar tilraunir á æfingum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Framdòmarar

Frammarar eru ad berjast um Ìslandsmeistaratitilinn baedi ì karla og kvennflokki og tess vegna er kominn upp sèrkennileg stada vardandi dòmara à leikjum ì N1 deilda karla og kvenna.  3 af 7 til 8 porum sem hafa verid ad daema tessa leiki hafa tengsl vid Fram à einn eda annan hàtt, ymist sem fèlagsbundnir eda uppaldir.   Tetta synir ad teir hafa verid ad sinna dòmaramàlum og hafa verid duglegastir ad bùa til ùrvalsdeildardòmara.  Tetta maettu fleiri klùbbar taka til fyrirmyndar.  Nù hefur borid à tvì undanfarna daga ad fèlog sem eru ì hardri keppni vid Fram eru farinn ad vèfengja nidurrodun ef eitt af tessum porum er sett à teirra leik og finnst tad ekki vid haefi og gefa tilefni til tortryggni.  Ef vid gerum tad ta erum vid bùnir ad ùtiloka tà frà talsvert morgum leikjum og restin af dòmurunum raedur ekki vid tann fjolda leikja sem eftir er.  Tetta er umhugsunarefni fyrir fèlogin og tau aettu nùna ad rumska og fara ad skoda hvad teirra klubbur hefur framleitt af dòmurum à sìdustu àrum.  Tad er ansi hvimleitt tegar ìslenskir klùbbar eru farnir ad gefa sèr ad ìslenskir dòmarar sèu hlutdraegir og ekki starfi sìnu vaxnir tegar hugsanleg tengsl eru til stadar og èg vil bidja tà ad endurskoda hug sinn og athuga hvort ekki sè rètt ad beita odrum adferdum ì baràttunni um titil.

Èg er staddur ì Noregi sem eftirlitsmadur à leik Byåsen og Dunafer og tess vegna vantar ìslensku stafina.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dómaranefnd HSÍ

Höfundur

Guðjón Leifur Sigurðsson
Guðjón Leifur Sigurðsson
Höfundur er formaður dómaranefndar HSÍ, fyrrverandi dómari eftir 32 ár, þar af 15 ár alþjóðadómari, núverandi eftirlitsmaður HSÍ og EHF, rafmagnsiðnfræðingur með lýsingarhönnun sem sérsvið, giftur síðan 1976, faðir tveggja dætra og afi.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þrekpróf 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 24147

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband