Viggó og störf eftirlitsmanna

Ég vil byrja þennan pistil á því að óska öllum Frömurum til hamingju með deildarbikarameistaratitilinn sem þeir unnu svo sannfærandi í gær. Þeir sýndu frábæran leik en enginn var þó betri en Magnús markmaður sem hreinlega "át" marga af leikmönnum Hauka í gær. Liðið í heild sýndi skemmtilegan karakter með smá undantekningu þó þar sem ég verð að undanskilja Viggó, þjálfara liðsins.

Viggó er frábær þjálfari sem hefur náð frábærum árangri en hann hefur einn stóran löst og það er að agnúast út í dómara, og eftirlitsmann þegar það á við, frá fyrstu mínútu leikja til hinnar síðustu ef hann fær tækifæri til þess. Sumir hafa nefnt að þetta sé hluti af hans leikskipulagi til að örva leikmenn og jafnvel að koma dómurum úr jafnvægi þannig að vafaatriðin lendi hans megin. Það má vel vera að svo sé og hann hefur ekki gert neitt rangt gagnvart dómurum með því að beita þeirri aðferð því hann gengur eins langt og dómarar og eftirlitsmenn leyfa hverju sinni.

Áður en lengra er haldið vil ég benda á reglur um skiptisvæði sem finna má á heimasíðu HSÍ

http://www.hsi.is/files/3299-0.pdf

Þar eru störf eftirlitsmanna ágætlega skilgreind svo og hvað starfsmönnum liðs er heimilt og óheimilt á meðan leik stendur. Mér þykir rétt að vekja athygli á þessu vegna þess að Viggó sá ástæðu til að nefna nafn mitt í viðtali við RÚV eftir úrslitaleikinn í gær og lét í veðri vaka að ég væri að skipta mér af hlutum í leiknum sem ég hefði ekki heimild til að gera sem eftirlitsmaður. Það er þó alveg ljóst samkvæmt reglunum að mín heimild sem eftirlitsmanns náði vel yfir það sem ég gerði í gær og ef eitthvað var út á mín störf að setja þá var það helst langlundargeð mitt gagnvart framkomu Viggós og tveggja leikmanna hans á bekknum á meðan á leik stóð.

Nú í haust voru félögunum kynntar nokkrar áherslur dómaranefndar fyrir komandi tímabil. Þar var meðal annars lögð áhersla á skiptimannasvæðið og hvernig ætti að taka á því. Nú er svo komið að við þurfum að endurskoða þessar áherslur miðað við reynslu okkar það sem af er vetri. Ég mun leggja til í dómaranefnd að hér eftir verði reglum um skiptisvæði fylgt algjörlega eftir þannig að ef eftirfarandi regla verður brotin af minnsta tilefni þá verði beitt viðeigandi refsingu;

Starfsmönnum liðs og leikmönnumer óheimilt að:

- trufla eða móðga dómara, eftirlitsmann, tímavörð/ritara, starfsmenn liðs eða áhorfendur með ögrandi framferði, mót- mælum eða annarri óíþróttamannslegri framkomu (tali, svip- brigðum eða látbragði).

Gagnvart heildinni breytir þetta sáralitlu því flest félög hafa tileinkað sér þessar reglur og fara eftir þeim en við þurfum greinilega að gæta meira jafnræðis og lagfæra áherslur okkar til að ná því.  Það er alveg ljóst að þetta verður erfitt fyrir dómara og eftirlitsmenn í fyrstu meðan við erum að ná tökum á þessu og það verður eflaust líka erfitt fyrir viðkomandi þjálfara, starfsmenn og leikmenn að mega ekki "tuða" og sýna skoðun sína á frammistöðu dómara með "ögrandi" látbragði en stundum eru hlutirnir þannig að ef ekki er hægt að gæta meðalhófs í framkomu þá verða menn að nota til ítrasta þær reglur sem þeim eru settar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dómaranefnd HSÍ

Höfundur

Guðjón Leifur Sigurðsson
Guðjón Leifur Sigurðsson
Höfundur er formaður dómaranefndar HSÍ, fyrrverandi dómari eftir 32 ár, þar af 15 ár alþjóðadómari, núverandi eftirlitsmaður HSÍ og EHF, rafmagnsiðnfræðingur með lýsingarhönnun sem sérsvið, giftur síðan 1976, faðir tveggja dætra og afi.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þrekpróf 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband