Eftirlit á leikjum

Talsvert hefur borið á því í haust að félögin hafa furðað sig á því að það skuli ekki vera eftirlit á fleiri leikjum en verið hefur.  Ég fór og náði í nokkrar greinar sem fjalla um eftirlitsmenn og eftirlit á leikjum en þar stendur m.a. (Rauðlitað eru ábendingar hjá mér):

2.1.14.   Dómaranefnd skipar eftirlitsmenn á leiki. Dómaranefnd skipar starfsmenn, m.a. í störf tímavarðar, ritara og aðstoðarmanns á úrslitaleiki og undanúrslitaleiki í Bikarkeppni HSÍ hjá meistaraflokkum karla og kvenna.

2.1.15.   Eftirlitsmenn skulu mæta á leikstað eigi síðar en 30 mínútum fyrir upphaf leiks.

2.1.16.   Skylt er að skipa eftirlitsmenn á úrvalsdeild Íslandsmóts karla, alla leiki í úrslitakeppni karla og kvenna og frá og með 4-liða úrslitum í bikarkeppni meistaraflokka karla og kvenna svo og tvær fyrstu umferðir Íslandsmóts í meistaraflokki. Dómaranefnd hefur heimild til að setja eftirlitsmenn á leiki, þegar þurfa þykir.

2.1.17.   Eftirlitsmaður skal tryggja það að leikur fari fram á íþróttamannlegan hátt og eftir settum reglum og grípa inn í ef um atriði er að ræða, sem geta haft í för með sér kæru. Eftirlitsmaður skal fylgjast með bæði tímaverði og ritara og vekja athygli dómara á því, ef eitthvað er ekki í samræmi við reglur. Eftirlitsmaður hefur ekki lögsögu með því sem dómarar ákveða og byggt er á mati þeirra á stöðunni í leiknum.

Þarna kemur berlega í ljós að ekki er ætlast til þess að settir séu eftirlitsmenn á leiki í úrvalsdeild kvenna að undanskildri úrslitakeppni, 4-liða úrslitum í bikarkeppni og tveim fyrstu umferðum Íslandsmóts í meistaraflokki.  Þetta eru reglur sem félögin setja sjálf og eftir þeim verðum við að fara nema annað verði ákveðið, annað hvort af stjórn HSÍ eða af félögunum sjálfum. 

Við erum sjö starfandi eftirlitsmenn í dag, þ.e. ég, Ólafur Örn Haraldsson, Kjartan K. Steinbach, Gunnar K. Gunnarsson, Helga Magnúsdóttir, Davíð B. Gíslason og Róbert Gíslason.  Við erum öll reiðubúinn til að taka að okkur fleiri verkefni og höfum rætt það að við værum tilbúin að taka á okkur lækkun greiðslna fyrir okkar störf ef það mætti verða til að fjölga eftirlitum.  Í síðustu viku  var ákveðið að setja eftirlit á nokkra leiki fram að jólum en nýjustu atburðir kalla á að þeim verður væntanlega fjölgað enn frekar.

Það er alveg ljóst að eftirlit veitir aðhald og mörg félög hafa lýst því yfir að þau telji að það þurfi að fjölga þeim.  Það hefur líka komið í ljós að þegar um eftirmála leikja er að ræða þá tengist það yfirleitt leikjum þar sem ekkert eftirlit er og þá yfirleitt vegna þess að þjálfarar hafa ekki fengið nægilegt aðhald á skiptisvæði frá hendi dómara.  Við munum endurskoða okkar áherslur varðandi skiptimannasvæði og það er alveg ljóst að nokkur félög hafa ekki reynst traustsins verð eftir að við slökuðum á þeim reglum. 


1. deild

Síðastliðinn fimmtudag fórum við Óli austur á Selfoss og fylgdumst með leik Selfoss og ÍR í 1. deild karla.  Þar urðum við vitni að stórskemmtilegum leik undir öruggri stjórn þeirra Þorláks og Valgeirs.  Leikurinn bauð upp á spennu, mistök og góð tilþrif auk þess sem góð stemming var hjá fjölda áhorfenda í húsinu (minnti mig á gömlu góðu dagana þegar Selfoss var á toppnum).  Mér finnst þó að Selfyssingar megi endurskoða notkun tromma á áhorfendapöllum með því að fækka þeim eða flytja þær fremst á pallana svo þær valdi minni heyrnaskemmdum meðal áhorfenda.

Það hefur verið talsverð umræða í mín eyru um grófan bolta í 1. deild og að dómarar næðu ekki að höndla hörkuna.  Því erum við í dómaranefnd nú að taka stöðuna og athuga hvort þetta er rétt og hvernig hægt er að bæta úr ef þörf er á því.  Ef boltinn er eitthvað í líkingu við það sem við sáum að Selfossi þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. 

 


Spillingarmál vegna dómara

Það hafa öðru hvoru komið upp umræður um spillingarmál í handbolta þar sem dómarar hagræða úrslitum leikja.  Slíkar umræður koma sárasjaldan upp hér á landi og enginn tilefni til þess þó mönnum hitni stundum í hamsi.  Dæmi eins og koma fram á neðangreindum tenglum eru sem betur fer sárasjaldgæf og ákaflega dapurleg þegar þau gerast.  Þegar svona hlutir koma upp þá fer það ekki framhjá neinum og gera má ráð fyrir að þeir dómarar sem áttu í hlut muni aldrei dæma fleiri handboltaleiki - það yrði allavega reyndin hér á landi!!  Myndböndin eru sorgleg dæmi um hvernig á ekki að gera hlutina en það er óþarfi að fara í felur með þau.   

http://www.youtube.com/watch?v=oeo_mhDztYI

 

http://www.youtube.com/watch?v=kgieoa5AVzU

 http://www.youtube.com/watch?v=NlwLZliSVKE&feature=related 

 


Vítakastkeppni

Þegar leika skal leiki til þrautar þá getur þurft vítakastkeppni til að fá fram úrslit. Alla bikarleiki skal leika til þrautar og nokkrum sinnum kemur til þess að beita þurfi vítakastkeppni eftir tvær framlengingar. En eru allir klárir á hvernig hún skal framkvæmd? Íslensku reglunum og reglugerð EHF ber ekki saman eftir að bæði lið hafa tekið fimm víti og ef enn er jafnt. Íslensku reglurnar gera ráð fyrir að aftur skuli bæði lið taka fimm víti til að ná fram úrslitum en reglur EHF gera ráð fyrir að liðin taki eitt víti í einu og ef annað liðið skorar ekki teljast úrslit fenginn. Það er óþægilegt þegar reglunum ber ekki saman og getur það valdið misskilningi en íslensku reglurnar gilda að sjálfsögðu um handknattleiksmót hér á landi.

Harkan að aukast?

Ég sá seinni hálfleik í leik Gróttu og Selfoss í gærkvöldi og mér var talsvert brugðið eftir þann leik.  Það sem ég sá í seinni hálfleik átti lítið skylt við handbolta og varnirnar byggðust á því að hrinda, hanga og halda í stað þess að reyna að leika boltanum og verjast á hefðbundinn hátt.  Það var alveg ljóst að liðinn höfðu fengið skipun um að "taka á andstæðingunum" og því miður komust þau bæði upp með það og ég tel það einskæra heppni að ekki urðu slys í leiknum.  Dómararnir höfðu greinilega sett línuna of hátt í byrjun leiks og náðu ekki að lækka hana eftir því sem leið á leikinn.  Liðin voru greinilega í þeim gírnum að ganga eins langt og dómararnir leyfðu og helst aðeins lengra.  Ég lái þeim það ekki og hef alltaf hvatt leikmenn til að ganga eins langt og dómararnir leyfa en sætta sig síðan við þá línu sem þeir gefa.  Ég tel að þjálfararnir hafi sett dómarana í mjög erfitt hlutverk strax í byrjun leiks, því það eru jú þeir sem gefa leikmönnum fyrirmæli um hvernig skuli spila, og síðan náðu dómararnir ekki að spila úr því á nægilega góðann hátt, án þess að það hafi bitnað á einhverjum.  Svona er ekki hægt að laga nema með samvinnu þjálfara og dómara.  Ingvar og Jónas, sem dæmdu leikinn, eru reynslumikið par sem leyfðu of mikið í gær, en það hlýtur að vera umhugsunarefni, ef reynsluminna par hefði dæmt leikinn, hvað gæti hafa gerst.  Mér sýnist að við verðum að skoða þessi mál betur í 1. deildinni og bakka okkar dómara betur upp svo þeir geti tekið á svona málum þannig að varnarleikurinn byggist ekki eingöngu upp á "H"áunum þremur.

Þjálfari UMFA til fyrirmyndar

 

Þó að þjálfarar missi sig stundum og láti út úr sér orð sem betur væru ósögð þá eru engir betri en þeir sem kunna að draga orð sín til baka og verða þannig góðar fyrirmyndir annarra.  Hafðu þökk fyrir Bjarki!!

Yfirlýsing

Vegna ummæla minna í Fréttablaðinu um daginn vegna leiks HK og UMFA en þar set ég út á dómara leiksins þá Helga og Sigurjón, og tala þar um að lið mitt UMFA hafi verið tveimur leikmönnum færri nær allan leikinn. Þessi ummæli mín eiga engan rétt á sér og eru sögð í hita leiksins, vil ég því biðja þá félaga velvirðingar á mínum orðum og dreg þau hér með til baka.

Lifi Handboltinn
Virðingarfyllst.
Bjarki Sigurðsson
Þjálfari UMFA


Dómarar 1-7 umferðar og aukin verkefni erlendis

Það var mjög ánægjulegt að Valgeir og Þorlákur voru valdir dómarar 1-7 umferðar enda hafa þeir verið að sýna stöðuga og góða dómgæslu það sem af er í vetur og halda áfram þar sem frá var horfið í vor.  Til hamingju Valli og Láki!!

Þeir félagarnir Anton og Hlynur hafa verið að gera það gott á erlendri grund í upphafi tímabilsins og næsta verkefni þeirra verður

 

 

2007/08 Men's European Cup , EHF Champions League
15.11.2007
19:15
Kiel /GER

THW Kiel/GER -  Montpellier HB/FRA 
Group Matches  - Group Matches  - Group B
Referees: Leifsson/Palsson ISL
EHF-Delegate: Van Dongen NED

Þarna er um stórleik að ræða þar sem þessi lið eru í efstu sætum síns riðils.

Það er frábært að vita til þess hvað þessi fámenni hópur okkar dómara er að gera það gott þessa dagana og sýnir okkur að þó þeir séu fáir þá eru þeir góðir - GÆÐI FREKAR EN MAGN :).

Menn mega þó ekki misskilja mig, okkur vantar fleiri dómara!!

 

 


Félögin og dómarar

Ég get ekki látið hjá líða að kvarta aðeins yfir áhugaleysi flestra félaga fyrir dómaramálum.  Nú í nokkurn tíma hefur skrifstofa HSÍ reynt að afla upplýsinga um dómara hjá félögunum og verið að koma upp tengiliðaskrá gagnvart þeim en öll félög eiga að skila inn upplýsingum um dómaratengilið með umsókn sinni um þátttöku í mótum.  Þetta hefur skilað sér ákaflega illa og það er erfitt að skipuleggja starfsemina þegar móttökurnar eru á þennan veg.

Nokkur félög hafa óskað eftir námskeiðum og verið er að undirbúa heimasíðu HSÍ til að hægt sé að nálgast námskeiðsgögn og taka próf í gegnum hana, en nánar verður greint frá því síðar.

Félögin eru einnig hvött til þess að uppfræða sína leikmenn í yngri flokkum um reglurnar þannig að algengustu atriði séu á hreinu og hægt er að leita til dómaranefndar eða eigin landsdómara eftir aðstoð.  Mér er kunnugt um að Haukar hafi gert það og er það til fyrirmyndar í hreyfingunni.  Ef fleiri félög hafa gert svipaða hluti þá endilega látið okkur vita.

Nokkrir aðilar hafa svarað ákalli okkar um að gerast dómarar og erum við að vinna í þeim málum með þeim.  Þar eru drengir eins og Kári Garðars úr Gróttu og Magnús Kári og Einar Jónsson úr Fram en þeir mynda þríeyki og eru að dæma í 2. flokki.  Þeir hafa staðið sig mjög vel og bindum við vonir við að þeir nái að sinna dómgæslu meira í framtíðinni en þeir eru annað hvort leikmenn og/eða þjálfarar í dag.

Við bindum ennþá vonir við að einhverjar stúlkur fari að láta á sér kræla og við höfum fengið vísbendingar um nöfn á stúlkum sem við ætlum að hafa samband á næstu dögum.

Ef félögin hafa efnilega dómara og vilja koma þeim á framfæri þá endilega hafið samband og við finnum tíma til að skoða þá, til dæmis í túrneringum.

 


Verkefni framundan erlendis

Það liðu ekki margir dagar þar til Jónas og Ingvar fengu evrópuverkefni en þeir félagar voru tilnefndir í eftirfarandi leik í dag.  Svo er bara spurning hvort Jónas kemst en hann og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni 25. nóvember nk. :)


 

2007/08 Men's European Cup , Challenge Cup

 

17.11.2007
17:00
Örebro /SWE

LIF Lindesberg/SWE -  UCM Sport Resita/ROU 
Round 3  - Round 3
Referees: Eliasson/Gudjonsson ISL
EHF-Delegate: Lund DEN

 

 

 
 

 

Anton og Hlynur fengu eftirfarandi verkefni: 
2007/08 Men's European Cup , EHF Cup
25.11.2007
16:00
Arhus /DEN

Arhus GF/DEN -  TBV Lemgo/GER 
Round 3  - Round 3
Referees: Leifsson/Palsson ISL
EHF-Delegate: Meijers NED

 og ég og Gunnar K. Gunnarsson fengum þessi verkefni 
2007/08 Men's European Cup , EHF Champions League
08.11.2007
19:30
Stockholm /SWE

Hammarby IF HB/SWE -  THW Kiel/GER 
Group Matches  - Group Matches  - Group B
Referees: Abrahamsen/Kristiansen NOR
EHF-Delegate: Gunnarsson ISL


2007/08 Men's European Cup , EHF Cup
25.11.2007
16:30
Partille /SWE

IK Sävehof/SWE -  HC Metalurg-Skopje/MKD 
Round 3  - Round 3
Referees: Martin Franco/Monroy Rodriguez ESP
EHF-Delegate: Sigurdsson ISL


2007/08 Women's European Cup , EHF Cup
04.11.2007
17:00
Alborg /DEN

Aalborg DH/DEN -  Cornexi-Alcoa-Auto-Bahn/HUN 
Round 3  - Round 3
Referees: Raluy Lopez/Sabroso Ramirez ESP
EHF-Delegate: Sigurdsson ISL

  Kjartan og Helga eru nýkomin úr verkefni og þeirra bíða fleiri verkefni á næstu dögum.

Nýtt EHF par - Ingvar og Jónas

Við eignuðumst nýtt EHF dómarapar í dag þegar þeir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson fengu afhent EHF dómaraskírteini eftir að hafa dæmt úrslitaleik alþjóðlega kvennamótsins í Hollandi.  Það eru gerðar miklar kröfur til nýrra EHF dómara þar sem þeir þurfa að standast allskonar próf, líkamleg, skrifleg og verkleg.  Þeir stóðust þau öll með miklum sóma og fögnum við því að þeir hafi náð þessum áfanga - Til hamingju Ingvar og Jónas.

Á þessu sama móti voru Helga Magnúsdóttir, Gunnar Gunnarsson og Kjartan K. Steinbach á námskeiði eftirlitsmanna og þurftu að gangast undir próf úr leikreglum, reglugerðum ofl. Ekki þarf að taka fram að þau stóðust þau öll með miklum sóma enda með áralanga reynslu sem eftirlitsmenn í hæsta gæðaflokki. 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dómaranefnd HSÍ

Höfundur

Guðjón Leifur Sigurðsson
Guðjón Leifur Sigurðsson
Höfundur er formaður dómaranefndar HSÍ, fyrrverandi dómari eftir 32 ár, þar af 15 ár alþjóðadómari, núverandi eftirlitsmaður HSÍ og EHF, rafmagnsiðnfræðingur með lýsingarhönnun sem sérsvið, giftur síðan 1976, faðir tveggja dætra og afi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þrekpróf 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband