Háttvísi

Nú að undanförnu hafa komið upp tvö tilvik þar sem menn gæta ekki háttvísi (Fair play) í leik.  Fyrra tilvikið var í leik Vals og Hauka þar sem sóknarmaður Hauka truflaði töku frumkasts á lokasekúndum og hitt tilvikið var í leik Gróttu og Fram þar sem varnarmaður notar "júggann" á sóknarmann þegar hann fer inn úr horni.

Það sem er alvarlegt við þessi tvö tilvik er að framkoma leikmanns Hauka þykir sjálfsögð og menn hika ekki við að beita "grófri óíþróttamannlegri framkomu" á lokasekúndum leiks og í hinu tilvikinu þykir leikmanninum ekkert athugavert við að beita "júgganum" og lætur sér í léttu rúmi liggja að hér er um stórhættulegt brot að ræða.

Þegar svona er komið þurfum við að endurskoða reglur og viðurlög við brotum af þessu tagi.  Hér vantar umræðu og fræðslu varðandi svona atvik.  Leikmaður Fram var ekki fæddur þegar fræga myndinn náðist af "júggabragðinu" í leik Íslands og Júgóslavíu 1987.  Í framhaldi af því var reglunum breytt og ströng viðurlög við brotum af þessu tagi voru sett enda hefur ekki borið á þeim fyrr en í umræddum leik.  Ég geri ráð fyrir að leikmaður viti ekki í barnaskap sínum hversu alvarlegt þetta er og því þurfa þjálfarar að vera duglegir að fræða sína leikmenn og uppræta svona brot.  Atvikið í leik Vals og Hauka kallar á endurskoðun reglna og hugarfars.  Það er búið að samþykkja nýjar alþjóðareglur í handboltanum sem taka gildi eftir þetta keppnistímabil og þar er ekkert fjallað um breytingar á reglum við brotum af þessu tagi.  HSÍ getur sett sínar eiginn reglur sem taka á þessum brotum en þar ber að fara varlega og menn mega ekki missa sjónar sjálfsagðri háttvísi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dómaranefnd HSÍ

Höfundur

Guðjón Leifur Sigurðsson
Guðjón Leifur Sigurðsson
Höfundur er formaður dómaranefndar HSÍ, fyrrverandi dómari eftir 32 ár, þar af 15 ár alþjóðadómari, núverandi eftirlitsmaður HSÍ og EHF, rafmagnsiðnfræðingur með lýsingarhönnun sem sérsvið, giftur síðan 1976, faðir tveggja dætra og afi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þrekpróf 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 24195

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband