7.9.2007 | 00:08
Aðvörun - Ekki réttar leikreglur á netinu
Ég uppgötvaði þegar ég var að útbúa skriflega prófið fyrir dómara og eftirlitsmenn að ég átti ekki nýjustu leikreglurnar á íslensku og fór því á netið www.hsi.is til að ná í þær. Þá tók ég eftir því að þær eru frá því í ágúst 2001 en nýjar leikreglur voru gefnar út í ágúst 2005. Þarna eru þó frábærar skýringar á íslensku á breytingum á leikreglum 2005 og ef maður les þær saman við gömlu leikreglurnar þá nær maður réttum áttum. Ég á reglurnar á ensku og það má nálgast þær á heimasíðum EHF og IHF. Nú þarf að skoða hvort ekki er skynsamlegt að þýða þær yfir á íslensku, þó það sé talsverð vinna, en þó má búast við að flestir skilji enskuna. Við skoðum málið.
Rétta svarið við spurningu úr síðustu færslu er C.
Ég þarf að læra að setja upp skoðanakönnun svo þið getið svarað á netinu. Það er alltaf fróðlegt að sjá hvernig staðan er
Um bloggið
Dómaranefnd HSÍ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.