8.9.2007 | 22:09
Þrekprófið
Dómararnir þreyttu þrekpróf í gærkvöldi sem gekk mjög vel. Ástand þeirra nú er það besta sem sést hefur í mörg ár og gefur það góðar vonir um veturinn. Gauti Grétarsson mætti og lét dómarana hita upp fyrir hlaupið. Eftir hlaupið ræddi hann við þá um hvernig þeir ættu að halda sér í formi í vetur og mikilvægi þess að þeir séu í góðri úthaldsþjálfun við dómgæsluna. Hann ræddi einnig um mataræði og fékk það góðan hljómgrunn. Ég ætlaði að birta mynd af hópnum sem tekinn var í Laugardalshöll en vegna "tæknilegra" mistaka þá verður hún að bíða þar til eftir helgi.
Við héldum síðan fund í dag sem ég geri sérstök skil á morgun.
Um bloggið
Dómaranefnd HSÍ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.