Dómara vantar

Til stendur að halda dómaranámskeið nú á næstunni og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að dæma í efstu deildum til að hafa samband við okkur með því að senda póst á domaranefnd@hsi.is  Hafi menn áhuga á að sjá hvað greitt er fyrir leikina má finna það á http://www.hsi.is/upload/files/gjald.xls 

Staðan í dag er sú að við eigum 9 1/2 par (19 karla) til að dæma alla leiki í efstu deildum og það geta allir séð að það má ekki mikið útaf bregða til að allt fari í óefni.  Þessi hópur sem nú starfar leggur á sig mikið óeigingjarnt starf til að sinna dómgæslunni í mjög kröfuhörðu umhverfi og til að létta undir með þeim þurfum við fleiri sem vilja takast á við slíkar áskoranir.  Ég hef ekki farið leynt með það að ég vil fá konur til að dæma og skora á þær sem hafa áhuga að senda okkur línu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Mig langar að taka undir með dómaranefnd HSÍ og skora á ALLA þá sem vilja spreyta sig á að dæma að skrá sig á dómaranámskeið HSÍ.

Ég hef nú langa lengi spilað handbolta og ekki hef ég alltaf verið sáttur við þá svart/hvítu og jú þeir örugglega oft ekki við mig EN eitt er ljóst að án dómara náum við aldrei að rífa handboltann upp.

Aftur, koma svo og ég skrái mig, til að sýna gott fordæmi, hér og nú og bið Guðjón um að senda mér póst því til staðfestingar:
sigurjon@heima.is

Njótið dagsins.

Sigurjón Sigurðsson

Sigurjón Sigurðsson, 22.9.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dómaranefnd HSÍ

Höfundur

Guðjón Leifur Sigurðsson
Guðjón Leifur Sigurðsson
Höfundur er formaður dómaranefndar HSÍ, fyrrverandi dómari eftir 32 ár, þar af 15 ár alþjóðadómari, núverandi eftirlitsmaður HSÍ og EHF, rafmagnsiðnfræðingur með lýsingarhönnun sem sérsvið, giftur síðan 1976, faðir tveggja dætra og afi.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Þrekpróf 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband