21.10.2007 | 18:19
Nýtt EHF par - Ingvar og Jónas
Við eignuðumst nýtt EHF dómarapar í dag þegar þeir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson fengu afhent EHF dómaraskírteini eftir að hafa dæmt úrslitaleik alþjóðlega kvennamótsins í Hollandi. Það eru gerðar miklar kröfur til nýrra EHF dómara þar sem þeir þurfa að standast allskonar próf, líkamleg, skrifleg og verkleg. Þeir stóðust þau öll með miklum sóma og fögnum við því að þeir hafi náð þessum áfanga - Til hamingju Ingvar og Jónas.
Á þessu sama móti voru Helga Magnúsdóttir, Gunnar Gunnarsson og Kjartan K. Steinbach á námskeiði eftirlitsmanna og þurftu að gangast undir próf úr leikreglum, reglugerðum ofl. Ekki þarf að taka fram að þau stóðust þau öll með miklum sóma enda með áralanga reynslu sem eftirlitsmenn í hæsta gæðaflokki.
Um bloggið
Dómaranefnd HSÍ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsilegt, velkomnir í hópinn
Hlynur Leifsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 11:38
Sælir, heyrðu mig langaði að fá hjá þér skilgreiningu á hvað sé lögleg blokkering og hvað sé ólögleg? Myndi svo hafa svona dómarahorn á síðunni hjá okkur um hinu ýmsu handboltareglur. Það eru nefnilega ekki margir leikmenn sem eru með reglurnar á hreinu. Þú getur sent mér á freyrbrynjarsson@internet.is
kv.Freyr
Freyr Brynjarsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.