Harkan að aukast?

Ég sá seinni hálfleik í leik Gróttu og Selfoss í gærkvöldi og mér var talsvert brugðið eftir þann leik.  Það sem ég sá í seinni hálfleik átti lítið skylt við handbolta og varnirnar byggðust á því að hrinda, hanga og halda í stað þess að reyna að leika boltanum og verjast á hefðbundinn hátt.  Það var alveg ljóst að liðinn höfðu fengið skipun um að "taka á andstæðingunum" og því miður komust þau bæði upp með það og ég tel það einskæra heppni að ekki urðu slys í leiknum.  Dómararnir höfðu greinilega sett línuna of hátt í byrjun leiks og náðu ekki að lækka hana eftir því sem leið á leikinn.  Liðin voru greinilega í þeim gírnum að ganga eins langt og dómararnir leyfðu og helst aðeins lengra.  Ég lái þeim það ekki og hef alltaf hvatt leikmenn til að ganga eins langt og dómararnir leyfa en sætta sig síðan við þá línu sem þeir gefa.  Ég tel að þjálfararnir hafi sett dómarana í mjög erfitt hlutverk strax í byrjun leiks, því það eru jú þeir sem gefa leikmönnum fyrirmæli um hvernig skuli spila, og síðan náðu dómararnir ekki að spila úr því á nægilega góðann hátt, án þess að það hafi bitnað á einhverjum.  Svona er ekki hægt að laga nema með samvinnu þjálfara og dómara.  Ingvar og Jónas, sem dæmdu leikinn, eru reynslumikið par sem leyfðu of mikið í gær, en það hlýtur að vera umhugsunarefni, ef reynsluminna par hefði dæmt leikinn, hvað gæti hafa gerst.  Mér sýnist að við verðum að skoða þessi mál betur í 1. deildinni og bakka okkar dómara betur upp svo þeir geti tekið á svona málum þannig að varnarleikurinn byggist ekki eingöngu upp á "H"áunum þremur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vill þakka þér fyrir innlitið enda bað ég þig um líta við. Eins og ég hef sagt þér þá vill ég reyna að leggja mitt af mörkunum. Það má vel vera að það gangi misjafnlega í framkvæmd hjá mér en hins vegar verð ég að mótmæla því harðlega og neita því alfarið að hafa lagt upp leikinn á þennan hátt sem þú segir. Ég hef aldrei á þjálfaraferli mínum lagt það upp fyrir leik að "taka á andstæðingnum" eða að stöðva eigi leikmenn með öllum tiltækum ráðum eða þá að reyna að "rugla" í hausnum á þeim til þess æsa þá upp. Ég hefði varla beðið þig um að koma á þennan leik og gefið svo fyrirmæli sem þessi, er það? Hins vegar skal það alveg viðurkennast að mínir leikmenn tóku þátt í öllu þessu sem þú nefnir enda virtist sem það væri línan þennan daginn. Ef það er rangt af mér að láta spila eftir þeirri línu sem lögð er þá er ég sekur en það er af og frá að ég hafi sent mína leikmenn í þennan leik á þessum forsendum  FYRIRFRAM.

Sebastian

Sebastian Alexandersson (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 11:17

2 Smámynd: Guðjón Leifur Sigurðsson

Takk fyrir þessa athugasemd Sebastian. Ég sá ekki byrjun leiksins og því get ég að sjálfsögðu ekki metið hvernig hann var lagður upp af liðunum í byrjun en í seinni hálfleik var greinilegt að bæði lið tóku vel á andstæðingunum og hallar þar á hvorugt liðið. Auðvitað eiga liðin að spila eftir þeirri línu sem lögð er og það er ekki við þau að sakast ef línan er lögð of hátt. Aftur á móti tel ég það ekki íþróttinni til framdráttar að hún sé spiluð á þennan hátt og er ég ekki að draga neinn til ábyrgðar heldur aðeins að benda á að það hlýtur að vera talsvert aukinn slysahætta þegar það er gert. Ég geri ráð fyrir að koma til ykkar á fimmtudaginn og fylgjast með Valgeiri og Þorláki dæma leik ykkar og ÍR.

Guðjón Leifur Sigurðsson, 27.11.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dómaranefnd HSÍ

Höfundur

Guðjón Leifur Sigurðsson
Guðjón Leifur Sigurðsson
Höfundur er formaður dómaranefndar HSÍ, fyrrverandi dómari eftir 32 ár, þar af 15 ár alþjóðadómari, núverandi eftirlitsmaður HSÍ og EHF, rafmagnsiðnfræðingur með lýsingarhönnun sem sérsvið, giftur síðan 1976, faðir tveggja dætra og afi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þrekpróf 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband