1.12.2007 | 13:41
1. deild
Síðastliðinn fimmtudag fórum við Óli austur á Selfoss og fylgdumst með leik Selfoss og ÍR í 1. deild karla. Þar urðum við vitni að stórskemmtilegum leik undir öruggri stjórn þeirra Þorláks og Valgeirs. Leikurinn bauð upp á spennu, mistök og góð tilþrif auk þess sem góð stemming var hjá fjölda áhorfenda í húsinu (minnti mig á gömlu góðu dagana þegar Selfoss var á toppnum). Mér finnst þó að Selfyssingar megi endurskoða notkun tromma á áhorfendapöllum með því að fækka þeim eða flytja þær fremst á pallana svo þær valdi minni heyrnaskemmdum meðal áhorfenda.
Það hefur verið talsverð umræða í mín eyru um grófan bolta í 1. deild og að dómarar næðu ekki að höndla hörkuna. Því erum við í dómaranefnd nú að taka stöðuna og athuga hvort þetta er rétt og hvernig hægt er að bæta úr ef þörf er á því. Ef boltinn er eitthvað í líkingu við það sem við sáum að Selfossi þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur.
Um bloggið
Dómaranefnd HSÍ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.