1. deild

Síðastliðinn fimmtudag fórum við Óli austur á Selfoss og fylgdumst með leik Selfoss og ÍR í 1. deild karla.  Þar urðum við vitni að stórskemmtilegum leik undir öruggri stjórn þeirra Þorláks og Valgeirs.  Leikurinn bauð upp á spennu, mistök og góð tilþrif auk þess sem góð stemming var hjá fjölda áhorfenda í húsinu (minnti mig á gömlu góðu dagana þegar Selfoss var á toppnum).  Mér finnst þó að Selfyssingar megi endurskoða notkun tromma á áhorfendapöllum með því að fækka þeim eða flytja þær fremst á pallana svo þær valdi minni heyrnaskemmdum meðal áhorfenda.

Það hefur verið talsverð umræða í mín eyru um grófan bolta í 1. deild og að dómarar næðu ekki að höndla hörkuna.  Því erum við í dómaranefnd nú að taka stöðuna og athuga hvort þetta er rétt og hvernig hægt er að bæta úr ef þörf er á því.  Ef boltinn er eitthvað í líkingu við það sem við sáum að Selfossi þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dómaranefnd HSÍ

Höfundur

Guðjón Leifur Sigurðsson
Guðjón Leifur Sigurðsson
Höfundur er formaður dómaranefndar HSÍ, fyrrverandi dómari eftir 32 ár, þar af 15 ár alþjóðadómari, núverandi eftirlitsmaður HSÍ og EHF, rafmagnsiðnfræðingur með lýsingarhönnun sem sérsvið, giftur síðan 1976, faðir tveggja dætra og afi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þrekpróf 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband