8.12.2007 | 19:15
Gagnrýni á dómara - Kominn langt út fyrir eðlileg mörk!
Hvað veldur að þjálfari sakar hreyfinguna um spillingu? Af hverju að draga persónur og einkamál inn í umræðu um dómgæslu? Af hverju að halda slíkum meiningum til streitu og bæta í löngu eftir að leik lauk? Af hverju styður félagið þjálfarann og kærir leikinn? Á hvaða forsendum er kæran byggð? Lélegri dómgæslu eða að dómarinn er sagður besti vinur þjálfarans? Er svona framkoma góð fyrir ímynd handboltans?
Ég get haldið áfram að spyrja svona spurninga og samt mun ég seint skilja hvað Aðalsteini gengur til með þessum leik. Hann er nýbúinn að segja mér að hann sé mjög sáttur við það sem af er tímabili þó laga mætti eitt og eitt atriði. Ég hélt að við værum að vinna í þessum málum á sameiginlegum forsendum. Hann hefur ekki upplýst okkur, frekar en nokkur annarr þjálfari, um vinatengsl og óhæfi einstakra dómara á þeim forsendum. Þessi umræða er kominn langt út fyrir eðlileg mörk og menn verða að taka afleiðingunum af því. Ég fagna því hvernig stjórn HSÍ hefur tekið á málinu og er sannfærður um að þó að einn sauður villist af leið þá getum við hin haldið réttum kúrs.
Um bloggið
Dómaranefnd HSÍ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Guðjón
Tvær spurningar eftir þennan lestur sem ég finn hvergi svör við.
Hver eru viðbrögð stjórnar HSÍ og hvar kemur fram að Stjarnan hafi kært?
Rúnar Birgir Gíslason, 8.12.2007 kl. 19:46
Ég sá á öðrum vef að RBG setur fram þá skoðun sína að það sé handboltadómurum til travala að vera í pörum, hver er skoðun dómaranefndar á því? Gæti breyting á þessu ekki auðveldað nýliðun í bransann?
Og hafi Stjarnan virkilega lagt fram kæru, þá geri ég ráð fyrir að þeir hafi farið eftir eftirfarandi ákvæði úr lögum HSÍ, enda væntanlega verið jafn kunnugt um meintan vinskap fyrir leik og eftir.
2.2.1.2. Öll mótmæli varðandi undirbúning kappleiks, keppnisvöll, dómara, aðstoðardómara, boltastærð eða annað viðvíkjandi framkvæmd leiksins, skulu borin fram við dómara fyrir leikinn af fararstjórn eða fyrirliða, ella hafa leikaðilar fyrirgert rétti sínum til að kæra ástandsbrot.Pétur F. Gíslason (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 21:37
Já Pétur ég hef lengi haft þessa skoðun á dómarapörum, væri gaman að heyra í dómaranefnd um þetta mál.
Vissulega þarf að breyta þessu á heimsvísu ef það á að breyta þessu á Íslandi.
En hér er tengill á það sem ég skrifaði sem comment á bloggið hjá Henry Birgi
http://blogg.visir.is/henry/2007/12/08/alli-vs-einar
Rúnar Birgir Gíslason, 9.12.2007 kl. 00:43
Sæll Eyjólfur og afsakaðu að ég skyldi ekki svara athugasemd um tjáningarfrelsi (er enn að læra á kerfið).
Þegar dómaranefnd hefur hlustað þá er farið yfir stöðuna og metið hvort þarf að endurskoða hluti eða láta kyrrt liggja því ekki er hægt að fara eftir öllu sem athugasemdir eru gerðar við. Við höfum einsett okkur að vinna með þjálfurum - ekki á móti - en á faglegum forsendum.
Guðjón Leifur Sigurðsson, 9.12.2007 kl. 15:15
Svör við athugasemdum RBG og PFG
Stjarnan hefur lagt inn kæru til HSÍ, ég hef ekki upplýsingar um að það komi fram á einhverjum síðum en ég hef fengið það staðfest frá mönnum innan hreyfingarinnar.
Stjórn HSÍ hefur fundað um málið og vísað því til aganefndar auk þess að ræða við alla hlutaðeigandi. Aganefnd fundar á þriðjudögum og þá verður málið væntanlega tekið fyrir. Menn líta þetta mál alvarlegum augum og munu bregðast við á viðeigandi hátt gagnvart þeirri gagnrými sem komið hefur fram.
Varðandi það hvort hætta eigi að nota pör og skipta yfir í einstaklinga þá hefur það oft verið rætt á undanförnum árum. Störf dómara eru með þeim hætti að þau byggjast mjög mikið á samvinnu innan vallar og því getur reynst erfitt fyrir óvana á ná saman. IHF hefur gert tilraunir og formaður IHF, Hassan Mustafa, er mikill talsmaður slíks kerfis en hefur mætt mikilli andstöðu hjá aðildarþjóðunum. Hér á landi höfum við nokkrum sinnum þurft að grípa til þess í vetur að nota blönduð pör og hefur það reynst ágætlega. Dómaranefndin er mjög jákvæð gagnvart þessu og það eru meðal annars nokkrir dómarar sem mynda þríeyki til að geta hlaupið í skarðið hver hjá öðrum þegar á þarf að halda. En það er alveg ljóst að á meðan fyrirkomulagið er svona í alþjóðaboltanum þá þurfum við að taka tillit til þess.
Guðjón Leifur Sigurðsson, 9.12.2007 kl. 18:42
Ein spurning Guðjón. í lögum segir þetta
2.1.16. Skylt er að skipa eftirlitsmenn á úrvalsdeild Íslandsmóts karla, alla leiki í úrslitakeppni karla og kvenna og frá og með 4-liða úrslitum í bikarkeppni meistaraflokka karla og kvenna svo og tvær fyrstu umferðir Íslandsmóts í meistaraflokki. Dómaranefnd hefur heimild til að setja eftirlitsmenn á leiki, þegar þurfa þykir.
Og því verð ég að spyrja, hvers vegna er skilt að vera með eftirlit á leikjum karla í úrvalsdeild en ekki úrvalsdeild kvenna? Eru þetta mistök í lagasetningu eða hrein og klár mismunun kynja?
Birgir Þór Bragason, 11.12.2007 kl. 12:35
Sem svar við þinni spurningu Birgir er því til að svara að fyrir nokkrum árum fannst félögunum kominn tími til að spara peninga og töldu að ekki þyrfti eftirlit með leikjum hjá kvenfólkinu. Þetta var alfarið ákvörðun félagana tekinn á ársþingi HSÍ, mjög meðvituð ákvörðun og því spurning hvort hægt er að túlka hana sem mismunun eða klaufaskap í lagasetningu. Mér sýnist á öllu að menn séu að sjá að sér og þessu verði breytt á næstunni.
Guðjón Leifur Sigurðsson, 11.12.2007 kl. 21:01
Takk fyrir þetta Guðjón. Ef það á að spara hefði þá ekki verið skynsamlegt að hætta eftirliti með karlaboltanum? Af hverju kvennaboltanum? Voru ekki fleiri leikir í karlaboltanum þar sem mátti spara meira?
Það er annars merkilegt að traust á dómurum og framkvæmdaraðilum leikja er ekki meira en svo (væntanlega af fenginni reynslu) að það þurfi launaðann eftirlitsmann til þess að framkvæmdin og DÓMGÆSLAN sé skikkanleg. Og er þá ekki eðlilegt að þegar ekkert eftirlit er í gangi (úr því að þess þarf, af fenginni reynslu) að keppendur verði vonsviknir vegna slakrar framistöðu dómara og framkvæmdaraðila?
Birgir Þór Bragason, 11.12.2007 kl. 22:29
Ég ætla ekki að þykjast hafa vit á afhverju félögin völdu þessa leið. Ég var ekki á þinginu og tók ekki þátt í þessarri ákvörðun en veit þó að takmarkið var að spara með einhverjum hætti.
Til að útskýra aðeins hlutverk eftirlitsmanna þá hefur Handknattleikssamband Evrópu (EHF) "delegate" sem gegnir sama hlutverki og eftirlitsmaður á Íslandi (eftirlitsmaður er sjálfsagt ekki rétta orðið) á öllum leikjum á vegum Evrópusambandsins. "Delegate" gegnir hlutverki "Event manager" og "Referee coach" á öllum leikjum og skilar skýrslum um frammistöðu framkvæmdaraðila og dómara. Hér á landi gegnum við sama hlutverki og því má kanski segja að menn reyni að vanda sig aðeins meira þegar við erum á staðnum þó það eigi auðvitað ekki að vera þannig.
Dómgæslan það sem af er þessum vetri hefur verið með ágætum (miklu betri en "skikkanleg"). Við metum tuttugu mismunandi atriði hjá dómurum í leik og þar er eins og gengur alltaf eitthvað sem má finna að og að sama skapi mörg atriði sem full ástæða er til að hrósa dómurum fyrir. Við þurfum að láta af þessu tali um að dómarar séu ekki nógu góðir því við eigum marga dómara í "landsliðsflokki" en þeir geta átt misjafna leiki eins og aðrir.
Guðjón Leifur Sigurðsson, 12.12.2007 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.