15.12.2007 | 20:58
Niðurröðun dómara á leiki
Mér hafa að undanförnu borist fyrirspurnir af hverju þessi og hinn dómarinn séu settir á þennan og þennan leik. Oftast er það þannig að stuðst er við mat eftirlitsmanna á dómgæslunni það sem af er vetri og síðan er reynt að láta pörin fá verkefni í samræmi við það. Auðvitað er samkeppni meðal dómara um að standa sig vel og fá "stærri" leiki og þannig á kerfið að vera - eins og hjá leikmönnum "að komast í liðið". Því miður hefur það oft verið svo í vetur að dómarar hafa forfallast af ýmsum ástæðum og stundum er erfitt að manna leikkvöld, tala nú ekki um þegar sex leikir eru sama kvöldið. Í dag eigum við 26 landsdómara sem eru tilbúnir að dæma. Nítján af þeim mynda níu pör sem við treystum 100% til að dæma leiki í N1 deild karla og kvenna. Margir dómarar koma frá sama félagi og treysta sér ekki til að dæma leiki þess félags. Oft er það svo að fyrir leikkvöld þá stöndum við uppi með nöfn um það bil helmings dómarana sem geta dæmt og þar af kannski 4-5 heil pör. Við byrjum að sjálfsögðu að velja úr þeim hópi og notum svo blönduð pör í leiki eftir aðstæðum. Blönduð pör hafa oft reynst vel en þá þarf helst að hafa einn reyndan með öðrum yngri. Það þarf líka að gæta þess að sömu dómarar séu ekki alltaf hjá sömu félögum og svo þarf að gæta jafnræðis í fjölda leikja ef hægt er. Þó við vildum helst alltaf nota "bestu" pörin þá má ekki ofgera þeim og láta þá fá leið á dómgæslunni. Það er vandasamt að raða á leiki og þegar það er gert af metnaði fer talsverður tími í það. Þungi þessarrar vinnu hefur verið á Ólafi Erni Haraldssyni og eiga hann og Róbert Gíslason á HSÍ þakkir skyldar fyrir þolinmæði og þrautseigju við að raða og útvega dómara á leiki. Endanlegt val á dómurum á einstaka leiki er að sjálfsögðu á ábyrgð dómaranefndar í heild sinni en hafi menn athugasemdir við hana þá mun ég, sem formaður, svara þeim athugasemdum.
Um bloggið
Dómaranefnd HSÍ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælir
Værir þú til í að senda mér mail. Finn ekki mailið þitt á síðunni. Reikna með að þú fáir mitt á þessu kommenti.
Bestu kveðjur
Kristinn Björgúlfsson
Kristinn Björgúlfsson (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 23:07
Sæll Kristinn
Mitt tölvupóstfang er gls@rafteikning.is. Þitt kom ekki fram í kommentinu. Endilega hafðu samband.
Kveðja,
Guðjón L.
Guðjón Leifur Sigurðsson, 16.12.2007 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.