Dómarafundurinn

Dómarafundurinn um helgina gekk vel.  Nokkur veikindi voru þó og komust þar af leiðandi ekki allir í þrekprófið auk þess sem Anton og Hlynur voru í Færeyjum að dæma.  20 dómarar þreyttu þrekpróf og stóðust það allir nema 1 sem var alveg á mörkunum að klára innan tímaramma. Í skriflega prófinu voru misjafnar niðurstöður og þurfa nokkrir að fara í upprifjun innan skamms.  Lagðar voru nýjar áherslur fyrir dómarana til að fara eftir nú á seinni hluta tímabilsins og ber þar hæst að áherslur á skiptimannasvæði hafa breyst og gilda nú strangari reglur þar en áður. 

Gunnar Magnússon þjálfari hjá HK útvegaði okkur DVD með sóknarbrotum, vítum og 2ja mínútna brottvísunum sem við notuðum til að fara yfir og til að samræma dómgæsluna.  Við viljum færa Gunnari okkar bestu þakkir fyrir. 

Samhliða dómarafundinum var haldið Landsdómaranámskeið þar sem átta manns tóku þátt og þar af ein stúlka sem er mikið fagnaðarefni fyrir okkur.  Við bindum miklar vonir við nýju landsdómaraefnin en þau eiga eftir að taka verklega prófið áður en við getum farið að nota þau að fullu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dómaranefnd HSÍ

Höfundur

Guðjón Leifur Sigurðsson
Guðjón Leifur Sigurðsson
Höfundur er formaður dómaranefndar HSÍ, fyrrverandi dómari eftir 32 ár, þar af 15 ár alþjóðadómari, núverandi eftirlitsmaður HSÍ og EHF, rafmagnsiðnfræðingur með lýsingarhönnun sem sérsvið, giftur síðan 1976, faðir tveggja dætra og afi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þrekpróf 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband