Danska dómgæslan

Nú um helgina fengum við góða gesti frá Danmörku til að dæma leiki Íslendinga og Tékka, en það voru þeir félagarnir Claus og Henrik sem voru kosnir dómarapar ársins í Danmörku keppnistímabilið 2006-2007.  Þeir félagarnir fá mörg verkefni og eru mikið á faraldsfæti.  Þeir búa í yfir 200 km fjarlægð hvor frá öðrum í Danmörku og það gerir það að verkum að þeir eru talsvert að heiman.  Þeir voru hér fyrir þrem árum að dæma Evrópuleik og komu núna með eiginkonur sínar, en þeir voru búnir að heita þeim því að ef þeir fengju tækifæri til að dæma aftur á Íslandi þá myndu þeir reyna hvað þeir gætu að koma þeim með.  Þeir hafa hrifist mikið af landi og þjóð og þykir mikil upphefð að fá að koma hingað og dæma. 

Ég fylgdist með þeim dæma báða leikina og hreifst talsvert af þeirra vinnulagi og hvað þeir höfðu góð tök á leikjunum.  Þessir strákar eru fagmenn fram í fingurgóma, sjálfsöruggir og hafa geysilega gaman af því sem þeir eru að gera.  Margt í dómgæslu þeirra var ekkert betra en gengur og gerist, en það sem stóð upp úr var samvinna, bendingar, flaut, beiting hagnaðarreglu, sóknarbrot og tjáskipti við leikmenn, þjálfara og ritaraborð.  Allt eru þetta atriði sem gera það að verkum að þeir eiga auðveldara með að stjórna leiknum og fá alla til að sætta sig við mistök öðru hvoru.  Þeir lögðu línu sem þeir héldu allann leikinn, meira að segja í atriðum sem þeir voru ekki að standa sig í, svo sem skrefum, peysutogi og átökum á línu sem þeim gekk erfiðlega að ná böndum á.  Það má fara langt á brosinu og með því að sýna öllum að það er gaman að vera dómari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þessu, var einmitt að spá i hvað þeir voru sammála og héldu línu í því sem menn töldu ranga dóma eins og skref og annað.

Annars bara hrós á þessa síðu sem er frábært framtak og hlýtur að þróast jákvætt áfram.

Handboltakveðja frá Þrándheimi

Henry Birgir (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dómaranefnd HSÍ

Höfundur

Guðjón Leifur Sigurðsson
Guðjón Leifur Sigurðsson
Höfundur er formaður dómaranefndar HSÍ, fyrrverandi dómari eftir 32 ár, þar af 15 ár alþjóðadómari, núverandi eftirlitsmaður HSÍ og EHF, rafmagnsiðnfræðingur með lýsingarhönnun sem sérsvið, giftur síðan 1976, faðir tveggja dætra og afi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þrekpróf 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband