Reglukunnátta lýsenda á RÚV

Oft hefur manni blöskrað "bullið" í lýsendum fjölmiðla þegar þeir eru að tjá sig varðandi reglukunnáttu við lýsingu á leikjum.  Um leið og maður brosir út í annað þá gremst manni fákunnátta þeirra og "boðskapurinn" á greiða leið til þeirra sem eru að fylgjast með.  

Í leik Íslendinga og Slóvaka núna áðan þá dæmdu dómararnir víti á Sigfús fyrir að verjast skoti innan úr markteig.   Adolf Ingi og Ólafur töldu að Sigfús hefði stokkið upp úr teignum og því hefði átt að dæma víti, sem er alveg rétt.  Við endursýningu má sjá greinilega að Sigfús stekkur upp fyrir utan markteig og verst skotinu í loftinu yfir markteignum sem er fullkomlega löglegt.  En þeir félagarnir sannfærðu hvorn annan um að það mætti ekki og því væri vítið réttur dómur.  Reglurnar eru alveg skýrar; bolti sem er í loftinu yfir markteig eða skoppar innan markteigs er í leik þangað til markvörðurinn hefur náð stjórn á honum og á sama hátt mega varnar- og sóknarmenn stökkva inn í markteig til að skora eða verjast svo framarlega sem þeir snerta ekki markteiginn í uppstökkinu.  Ég fyrirgef Adolfi Inga vankunnáttuna en mér finnst að Ólafur hefði átt að vita betur.

Austurrísku dómararnir stóðu sig mjög vel í þessum leik.  Þeir voru samkvæmir sjálfum sér, voru harðir á vítadómum og peysutogi, leikleysan var í fínu lagi en þeir gáfu mönnum þó heldur langan séns eftir að höndin var komin upp.  Það var gott flot í leiknum og lítið um ódýr fríköst en þau sáust þó.  Þeirra lína var önnur en dönsku dómarana og ég er ekki frá því að hún eigi betur við okkar menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Ég hugsa nú að Ólafur hafi nú alveg vitað betur, held hann hafi einungis samþykkt ruglið í dolla til að fara ekki útí eitthvað þras í beinni útsendingu í miðjum handboltaleik... Dolli á heimsmet í rugli.. alveg með mest óþolandi mönnunum í bransanum.. En góður leikur

áfram ísland!

Signý, 19.1.2008 kl. 20:08

2 identicon

Ekki var nú minna fyndið að hlusta á lýsendur Rúv sem lýstu leik Slóvaka og Frakka á www.ruv.is á lokasekundunum þar.  Þá voru 15 sek eftir þegar frakkar skoruðu 32-31 úr víti og slóvakar tóku leikhlé, að leikhléi loknu höfðu slóvakar skipt markmanni sínum (sem var í grárri treyju) útaf fyrir útileikmann í gulu vesti, þetta gerði eftirlitsmaðurinn athugasemd við og endaði þetta með því að slóvakarnir þurftu að senda markmanninn í sóknina.

 Lýsendurnir skyldu ekkert í því hvað væri í gangi, töldu einna helst líklegast að óheimilt væri að skipta um leikmenn í leikhléii.

Alveg ótrúlegt að reyndur þjálfari eins og Óli viti ekki betur, maður hreinlega ætlast til þess af þessum svokölluðu sérfræðingum rúv að þeir hafi nú smá vit í kollinum.

En þarna datt engum í hug að slóvakarnir hefðu gert þau ótrúlegu mistök að vera ekki með "markmannavesti" í eins lit og markmannsbúninginn.

Pétur F. (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dómaranefnd HSÍ

Höfundur

Guðjón Leifur Sigurðsson
Guðjón Leifur Sigurðsson
Höfundur er formaður dómaranefndar HSÍ, fyrrverandi dómari eftir 32 ár, þar af 15 ár alþjóðadómari, núverandi eftirlitsmaður HSÍ og EHF, rafmagnsiðnfræðingur með lýsingarhönnun sem sérsvið, giftur síðan 1976, faðir tveggja dætra og afi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þrekpróf 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband