Er reglukunnáttan virkilega svona slæm?

Ég verð að taka fyrir tvö atriði úr leikjum Evrópukeppninnar þar sem lýsendur RÚV lýsa fullkominni vankunnáttu á reglunum.  Í gær voru þeir að lýsa leik Svía og Frakka á netinu og skildu ekkert í því þegar dæmdur var ruðningur á leikmann sem hljóp á varnarmann eftir að hann var búinn að losa sig við boltann.  Þá kom þessi gullvæga setning ".. en hann var búinn að losa sig við boltann!!"

Í reglu 8 segir m.a.
Það er óheimilt að:
a) toga eða slá boltann úr hendi mótherja,
b) hindra eða þvinga mótherja frá með handleggjum, höndum eða fótleggjum,
c) hemja, halda, ýta, hlaupa eða stökkva á mótherja
d) trufla, hefta eða stofna mótherja í hættu (með eða án knattar) í trássi við leikreglur.

Þarna segir ekkert um að leikmaðurinn verði að vera með boltann í hendi til að fá dæmdan á sig ruðning.  Þetta er kannski lýsandi fyrir það að við dæmum of fá sóknarbrot og leikmenn þekkja þau ekki þegar þau eru dæmd.

Í dag var svo leikur Íslendinga og Frakka og þar hefðu Frakkar átt að fá tvær útilokanir (rauð spjöld) en fengu aðeins eina.  Í upphafi leiks misstu dómararnir af broti þar sem Frakkinn setti olnbogann í háls Einars og átti klárlega að fá útilokun.  Lýsendurnir voru sammála því og töldu réttilega að þarna hefðu dómararnir misst af því.  Síðar í leiknum fær einn Frakkinn útilokun fyrir að brjóta slysalega á Alex í hraðaupphlaupi og fær réttilega útilokun.  Þetta fannst lýsendum mjög óréttlátt þar sem ekki var um grófa líkamsárás að ræða.  Við skulum rifja reglurnar upp;

Regla 8:5
Leikmaður sem
stofnar heilsu mótherja í hættu með árás skal sæta útilokun frá leik (16:6c) einkum ef hann:

a) frá hlið eða aftan frá, slær eða togar í skothönd leikmanns sem er að kasta boltanum eða senda hann,
b) veldur því að mótherji verður fyrir höggi á höfuð eða háls,
c) viljandi veitir mótherja högg á líkama með fæti eða hné eða með einhverjum öðrum hætti, svo sem að bregða fyrir hann fæti.
d) hrindir mótherja sem er að hlaupa eða stökkva, eða ræðst þannig að honum að mótherji missir jafnvægið; þetta á einnig við þegar markvörður kemur út fyrir markteig í skyndisókn mótherja;
e) skýtur aukakasti að marki í höfuð varnarmanns og gerir ráð fyrir að varnarmaður hreyfi sig ekki, eða skýtur í höfuð markvarðar úr vítakasti og gerir ráð fyrir að markvörður hreyfi sig ekki.

Ég tel einsýnt að menn þurfi að rifja reglurnar upp því það er jú hlustað á sérfræðingana þegar þeir lýsa leikjum og það getur verið ótrúlega erfitt að vinda ofan af "misskilningi".

Mér fannst pólsku dómararnir í dag ekki standa sig vel en kem kannski síðar að því hversvegna mér fannst það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dómaranefnd HSÍ

Höfundur

Guðjón Leifur Sigurðsson
Guðjón Leifur Sigurðsson
Höfundur er formaður dómaranefndar HSÍ, fyrrverandi dómari eftir 32 ár, þar af 15 ár alþjóðadómari, núverandi eftirlitsmaður HSÍ og EHF, rafmagnsiðnfræðingur með lýsingarhönnun sem sérsvið, giftur síðan 1976, faðir tveggja dætra og afi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þrekpróf 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband