3.3.2008 | 11:04
Bikarmeistarar unglingaflokks karla í handbolta
Í gær sá ég í fyrsta skipti karlalið FH sem búið er að vinna alla titla bæði hérlendis og erlendis sem þeir hafa haft færi á. Ég er búinn að heyra af þeim og lesa um þá í gegnum árin þó þeir séu aðeins í kringum 18 ára aldurinn. Ég var í Drammen fyrir tveim vikum og þar lýstu menn aðdáun sinni á þessum drengjum og því þótti mér ástæða til að fara í Höllina og sjá þá. Ég get ekki setið á mér að lýsa yfir aðdáun minni á þessum drengjum og það liggur við að ég skammist mín að hafa ekki séð þá fyrr. Það sem vakti fyrst og fremst aðdáun mína, fyrir utan hvað þeir eru góðir í handbolta, var hvað þeir voru agaðir og yfirvegaðir í öllum sínum aðgerðum. Oft hef ég séð drengi í þessum aldursflokki æsa sig upp af minna tilefni en þeir fengu í gær, en þeir létu það ekkert á sig fá og mótmæltu aldrei dómum eða þeirri meðferð sem þeir fengu hjá andstæðingunum. Ég vil líka hrósa Stjörnumönnum sem sýndu mjög góðan og drengilegan leik í gær og börðust vel þrátt fyrir að við ofurefli væri að etja. Ef rétt er að málum staðið og vel verður haldið utan um þessa drengi þá er framtíðin björt í íslenskum handbolta og það er langt síðan við höfum átt slíkan hóp sem vekur mikla athygli, bæði hérlendis sem og erlendis. Þarna eru komnir drengir sem kunna ekkert annað en að vinna og það á eftir að skila sér síðar. Ég hlakka mikið til að fylgjast með þeim á næstu árum!!
Um bloggið
Dómaranefnd HSÍ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála frábært lið , framtíðarlandsliðsmenn þarna á ferð.
Sigurður Örn þorleifsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 17:04
Blessaðir, ég er alveg sammála að sumu með þetta FH lið en við skulum alveg fara varlega í stóru orðin. Þess má einnig geta að þeir eru ekki eina liðið á landinu og eru þeir ekki efstir í sinni deild. Sjálfur er ég í 3.flokki Selfoss og erum við núna efstir og höfum við unnið þá einu sinni en hafa þeir tvisvar unnið og var það einu sinni með einu marki og einu sinni í framlengdum leik í bikar. Einnig má benda á það að þeir hafa tapað fyrir KA, Þór, ÍR og Selfoss og eru þeir ekki að spila besta handboltann á Íslandi í okkar aldursflokki um þessar mundir.
Takk fyrir....
Bjarki Már Elísson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 10:26
Vissulega hefur ´90 árgangurinn hans Einars G. hjá Selfoss verið frábær allt frá 5.flokk, enda oft eina liðið sem hefur geta staðið í FHingunum. En Bjarki, ekki eru FH ingar að nota Aron, Óla og þá á fullu í unglingaflokk núna? Því þessir drengir eru nefnilega ekki bara uppistaðan í FH liðinu sem situr í efsta sæti suðurriðils í 2.flokk með sigra í öllum sínum leikjum, heldur eru þeir einnig kjarninn í því liði sem situr með örugga forystu á toppi 1.deildar karla.
Pétur F. (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 12:28
Já ég er sammála að því, þeir eru að gera góðu hluti með þessum liðum en þess má einnig get að Óli hefur spilað alla leiki með 3.flokknum í vetur og í leiknum í bikarnum þegar þeir unnu eftir framlengdan leik voru þeir með fullskipað lið en okkur vantaði einn landsliðsmann.
Bjarki Már Elísson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 14:24
Ég vona að ég hafi ekki komið af stað neinum ríg á milli félaga og biðst afsökunar á vanþekkingu minni á liðum í yngri flokkum. Það er frábært ef það eru fleiri félög að sýna sambærilega getu og FH drengirnir og þá er alveg ljóst að við eigum enn bjartari framtíð. Ef við fáum aftur leiki eins og FH - Selfoss fyrir nokkrum árum þá væri það alveg frábært. Ég dæmdi nokkra af þeim leikjum og þeir eru mér mjög minnisstæðir :) Ég vona bara að við missum ekki alla þessa ungu drengi of snemma í atvinnumennskuna og fáum að njóta krafta þeirra í nokkur ár áður en þeir hverfa úr landi.
Guðjón Leifur Sigurðsson, 4.3.2008 kl. 19:04
Sammála þér Guðjón. Það þarf að halda rosalega vel á spilunum gagnvart þessum drengjum, sama hvort þeir eru í FH, Selfoss eða einhverju öðru liði. Þar sem ég þekki best til á Selfossi og þekki marga af þeim strákum sem þar spila þá veit ég líka að þar eru feikigóðir handboltamenn á ferð. Handboltaakademínan sem strafrækt er í tengslum við Fjölbrautaskóla Suðurlands er, greinilega að skila góðu strafi því þessir strákar, sem eru uppistaðan í meistaraflokki, 2. og 3. flokki, hafa bætt sig gríðarlega við það að æfa við þessar aðstæður.
Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 5.3.2008 kl. 13:20
Ég vil byrja á að þakka þér Guðjón hlý orð í garð FH-inganna. Í tilefni af því sem fram hefur komið vil ég aðeins fá að bæta við.
Í fyrsta lagi þá er rétt sem Bjarki o.fl. hafa haldið á lofti að hið frábæra lið Selfyssinga er lið sem er undir verndarvæng og uppeldi íþróttaakademíu á Selfossi. En það á við um fleiri lið. Margir úr FH hópnum sem hér er um rætt voru teknir inn á íþróttaafrekssvið í tilraunaskyni hjá Flensborgarskóla þegar þeir hófu nám á framhaldsskólastigi haustið 2006. Þeir eru flestir þar enn þó nokkrir stundi nám m.a. í Reykjavík. Nú i haust bættist handknattleiksdeild Hauka í sama samstarf við Flensborg og það ég best veit fór af stað sambærilegt samstarfsverkefni mili FG og Stjörnunnar svo þetta er öflugt og mikið starf sem er að fara af stað með 90-91 árgangana og vonandi skilar það miklu.
Það er rétt sem Bjarki bendir á að þetta FH lið er ekki efst í sinni deild sem stendur eftir hörmulegt gengi í smátíma í ársbyrjun sem m.a. tengist veikindum, meiðslum og miklu keppnisálagi þar sem þeir léku um tíma í þremur aldursflokkum og svo undirmannaðir að það var varla hægt að stilla upp fullu liði. Um það verður þó ekki spurt þegar árið er gert upp og verðum við því að skoða málin í vetrarlok og spyrja að leikslokum. Hitt er svo annað mál að þeir hafa verið að spila af miklu afli síðustu leiki. Sannarlega verðum við að vona að þeir sem best spila verði þeir sem standi upp sem Íslandsmeistarar. En það er gaman að horfa á leikmenn margra liða 2. og 3. flokks spila. Handboltinn á sannarlega góða tíma framundan ef rétt er á málum haldið. Og ef horft er lengra þá horfa FH-ingar m.a. til strákanna fæddra 96-97 sem þessa dagana vinna allar túrneringar í öllum liðum - eins og 90 hópurinn gerði í yngri flokkum. Svo má ekki gleyma því að það eru líka stelpur að spila handbolta.
En aftur - þakka ég þér hlý orð í okkar garð Guðjón. Lesendur þurfa að hafa í huga að þó einum sé hrósað þá er ekki verið að nníða annann. Það eru margir öflugir handboltamenn í unglingaflokki og ánægjulegt að maður af kaliberi á við Guðjón skrifi um þá.
Magnús Þorkelsson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.