6.5.2008 | 08:32
Lærakastið hans Jóns Karls
Nú hefur dómaranefnd IHF skoðað framkvæmd vítakastsins sem Jón Karl tók gegn UMFA á dögunum og metið að markið hefði verið ólöglegt af því að hann sleppir boltanum áður en hann fer í lærið á honum. Hefði hann ekki sleppt boltanum áður, þ.e. sparkað honum með lærinu úr höndum sér, þá hefði markið verið löglegt. IHF á eftir að senda formlegan úrskurð með tilvísun í reglur (sennilega 7.7).
Það, að þurft hafði sérstakan úrskurð frá dómaranefnd IHF, sýnir að hægt er að túlka reglurnar á ýmsan hátt. Margir voru sannfærðir um að það hefði ekki verið staðið rétt að kastinu og þeir hafa nú fengið staðfestingu á því en eftir stendur að það má framkvæma vítakast með lærinu ef rétt er að því staðið.
Það væri óskandi að fleiri væru jafn hugmyndaríkir og Jón Karl og létu okkur hafa fleiri viðfangsefni af þessu tagi því það vakti mikla kátínu allra sem að því komu. Það verður þó ekki komist hjá því að biðja leikmenn og sérstaklega markmann UMFA afsökunar á þessu atviki, því hann verður fórnarlamb aðstæðna sem við ráðum illa við, en persónulega fannst mér gott að Jón Karl fékk að njóta vafans með tilliti til þess að hann var að framkvæma sitt síðasta vítakast á ferlinum sem heppnaðist eftir þriggja vikna árangurslausar tilraunir á æfingum.
Um bloggið
Dómaranefnd HSÍ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef fylgst aðeins með umræðu um þetta mál og ég verð að segja að ég skildi aldrei hvernig var hægt að efast um að þetta mark væri ekki ógilt. Allar reglur sem menn voru að vitna í sögðu það sama, ekki má snerta knöttinn tvisvar áður en hann snertir stöng eða markvörð osfrv.
Þannig skildi ég allavega það sem stóð þarna og það er ekki vafi á því að Jón Karl snerti boltann tvisvar.
En þetta var skemmtileg tilbreyting að sjá svona.
En mér fannst aldrei efi í þessu.
Rúnar Birgir Gíslason, 6.5.2008 kl. 09:42
Í gamla daga vakti mikla athygli og kátinu þegar Gunnar Einarsson hljóp upp á bak Geirs Hallsteinssonar til þess að ná "góðu" uppstökki. Hann náði að skora og markið var dæmt gott og gilt. Eftir leikinn var þetta mikið rætt og kom þá í ljós að markið stóðst alls ekki reglur handboltans.
Bergur Þorgeirsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.