17.1.2009 | 18:25
Toppdómgæsla
Leik Þjóðverja og Rússa á HM í Króatíu var að ljúka með jafntefli 26-26. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á RÚV og þar urðum við vitni að toppdómgæslu eða dómgæslu eins og hún gerist allra best. Það var hrein unun að fylgjast með vinnubrögðum dönsku dómaranna Gjeding/Hansen þar sem þeir voru allann tímann samkvæmir sjálfum sér og létu aldrei slá sig út af laginu. Ég veit ekki hvort talsambandið í leiknum bætir dómgæsluna en það verður fróðlegt að fylgjast með fréttum um það. Það kemur mér þó á óvart að þegar ég var að skoða tilnefningar á leiki dagsins að ég sá aðeins tvö pör frá Norðurlöndunum og þau voru bæði dönsk !!
Um bloggið
Dómaranefnd HSÍ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.