Alvarlegar ásakanir

Það gekk greinilega mikið á hjá Fram í seinni leiknum á móti Tatran Presov.  Þetta hefur verið "hörku"leikur.  Framarar með 6 brottvísanir + 1 brottvísun á bekkin + 3 rauð spjöld (þar af 2 á síðustu mínútunum) og Tatran Presov með 6 brottvísanir.  Framararnir voru ekki ánægðir með dómgæsluna og við bíðum spennt eftir að sjá leikinn á DVD til að greina hann og sjá hvernig dómararnir "léku" Framarana.  Eitthvað virðist vörnin hafa "lekið" hjá Fram því Tatran fékk 8 víti en Fram ekkert. 

Það er auðvelt að sjá hvort dómararnir voru að standa sig í leiknum með því að skoða DVD og lítið við því að gera annað en að skila þeirri niðurstöðu til EHF og láta þá taka á málinu gagnvart dómurunum.  Það er fúlt, en eina leiðin því ekki er hægt að kæra ákvarðanir dómara sem byggðar eru á mati þeirra í leiknum sjálfum. 

Öllu alvarlegri eru ásakanir Framara um meinta mútuþægni dómarana og vonandi hafa þeir gögn sem geta sannað það.  Að saka menn um mútuþægni án þess að hafa fyrir því sannanir er högg fyrir neðan beltisstað og ég vona svo sannarlega, úr því sem komið er, að Framarar eigi innistæðu fyrir þessum ásökunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Big Fats Slim

Þú skoðar bara þetta DVD og tékkar svo á beltinu!

Big Fats Slim, 19.10.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dómaranefnd HSÍ

Höfundur

Guðjón Leifur Sigurðsson
Guðjón Leifur Sigurðsson
Höfundur er formaður dómaranefndar HSÍ, fyrrverandi dómari eftir 32 ár, þar af 15 ár alþjóðadómari, núverandi eftirlitsmaður HSÍ og EHF, rafmagnsiðnfræðingur með lýsingarhönnun sem sérsvið, giftur síðan 1976, faðir tveggja dætra og afi.
Júní 2025
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þrekpróf 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.6.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband