Góð frammistaða okkar manna

Sumarið og haustið hafa verið gott hjá okkar mönnum.  Í sumar eignuðumst við nýja alþjóða (IHF) dómara og í dag eignuðumst við nýjan EHF eftirlitsmann. 

Í júní fóru þeir Ingvar og Jónas á "Global Training Referee Project" í Granollers á Spáni ásamt 17 öðrum pörum.  Að því loknu voru útskrifuð þrjú IHF pör og voru Ingvar og Jónas eitt af þeim.  Í framhaldi af því fengu þeir verkefni í úrslitakeppni 20 ára karla í Rúmeníu þar sem þeir dæmdu meðal annars annan undanúrslitaleikinn í keppninni.  Um næstu helgi fara þeir til Såvehof og dæma þar tvo leiki í evrópukeppni kvenna.  Þetta er frábær árangur hjá þeim og ég efast ekki um að þeir eiga eftir að standa sig vel áfram miðað við árangur þeirra á haustprófum.

Nú eigum við tvo IHF pör, Anton-Hlyn og Ingvar-Jónas ásamt tveim kandidata pörum fyrir EHF eða þá Arnar-Svavar og Helga-Sigurjón.  Næsta verkefni verður að koma þeim áfram í próf á vegum EHF og ryðja brautina fyrir fleiri efnileg pör sem við eigum.

Í dag var Ólafur Örn Haraldsson útskrifaður sem eftirlitsmaður á vegum EHF eftir strangt þriggja daga námskeið og prófatörn í Balatonführed í Ungverjalandi.  Óli var þar ásamt 29 öðrum að þreyta þetta próf og náðu 18 en 12 komust ekki áfram.  Þetta sýnir að hann hefur unnið heimavinnuna og hann kemur heim reynslunni ríkari.  Annars hefur starf eftirlitsmanna ("Delegates") á vegum EHF verið að breytast á undanförnum árum og nú er gert ráð fyrir að þeir séu "Event Manager" eða viðburðastjórnendur og "Referee Trainers" eða þjálfarar fyrir dómarana.  Ég sé fyrir mér að slíkt gerist einnig hér hjá okkur.

Í dag eigum við fjóra EHF eftirlitsmenn, Kjartan K. Steinbach, Gunnar Gunnarsson, Óla og undirritaðan.  Helga Magnúsdóttir er sérlegur eftirlitsmaður á vegum EHF með kvennakeppnum og er í framboði fyrir okkur til endurkjörs í "Women Competition Commitee" nú í lok september.  Fyrir utan framangreinda þá starfa þeir Davíð B. Gíslason, Brynjar Einarsson, Róbert Gíslason og Kristján Halldórsson sem eftirlitsmenn næsta vetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dómaranefnd HSÍ

Höfundur

Guðjón Leifur Sigurðsson
Guðjón Leifur Sigurðsson
Höfundur er formaður dómaranefndar HSÍ, fyrrverandi dómari eftir 32 ár, þar af 15 ár alþjóðadómari, núverandi eftirlitsmaður HSÍ og EHF, rafmagnsiðnfræðingur með lýsingarhönnun sem sérsvið, giftur síðan 1976, faðir tveggja dætra og afi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þrekpróf 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 24176

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband