Það er ekki framlenging í Evrópukeppni

Ég er búinn að vera erlendis síðan á miðvikudag í síðustu viku og hef því ekki getað fylgst eins vel með handboltanum hér heima og ég hefði viljað ásamt öllum þeim umfjöllunum sem hafa verið um ýmis mál tengd honum.  Ég var að fletta blöðunum og sá þá að öll blöðin skrifuðu að Frammarar hefðu verið óheppnir að komast ekki í framlengingu í leik sínum í Rúmeníu.  Umfjöllun þessi kemur mér á óvart og mér sýnist hún koma frá heimildarmönnum sem voru staddir í Rúmeníu.  Í Evrópuleikjum er EKKI beitt framlengingu ef liðin eru jöfn að markatölu að loknum tveim leikjum heldur vítakastkeppni.  Til þess að svo megi verða þá þurfa liðin að skora jafn mörg mörk á heima- og útivelli.  Fyrri leikurinn var heimaleikur Fram og fór hann 26-24 fyrir Rúmena.  Til þess að fá vítakastkeppni þá þurfti seinni leikurinn líka að fara 26-24 fyrir Fram.  Ef Fram hefði unnið 25-23 þá hefðu Rúmenar farið áfram með því að skora fleiri mörk á "útivelli".  Þessar upplýsingar eiga að koma fram á tæknifundi sem haldinn er fyrir alla leiki og það er hlutverk eftirlitsmanna EHF að upplýsa og fara yfir þessar reglur á þeim fundum.  Ég var eftirlitsmaður í gær á leik Drammen og Magdeburg í bikarkeppni EHF og á laugardaginn var farið yfir þessi mál á tæknifundi.  Ég varð að vísu var við það að það voru ekki allir með þessi mál á hreinu og það sýnir okkur að það er full þörf á því að lesa reglurnar öðru hvoru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Af hverju er ekki almennt vítakastkeppni í handbolta?  Mér finnst að það ætti að taka það upp í staðinn fyrir bráðabana, eftir tvær framlengingar.  Mér finnst það í rauninni sanngjarnara heldur en bráðabaninn, því það lið sem byrjar bráðabanann er auðvitað stóra sénsinum að vinna leikinn bara með einu skoti en hitt liðið fær engan séns á að rétta sinn hlut.  Ég held að vístakastkeppni myndi gera handboltann skemmtilegri, menn yrðu betri skotmenn og markverðirninr yrðu betri í að verja víti.  En hverjar eru almennt reglurnar með vítakastkeppnina?  Meiga dómarar ákveða það hvort leikur endar með bráðabana eða vítakastkeppni?

Kveðja góð

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 23.2.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Guðjón Leifur Sigurðsson

Það er ekki lengur bráðabani í handbolta.  Þær reglur voru afnumdar fyrir nokkrum árum.  Vítakastkeppnin á Íslandi fer þannig fram að það eru fimm víti á lið og ef enn er jafnt þá eru aftur fimm víti á lið og svo aftur og aftur.  Erlendis er það eins og í fótboltanum, þ.e. fimm víti á lið og ef enn er jafnt þá eitt og eitt þangað til úrslit fást.

 Kveðja,

Guðjón L.

Guðjón Leifur Sigurðsson, 27.2.2008 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dómaranefnd HSÍ

Höfundur

Guðjón Leifur Sigurðsson
Guðjón Leifur Sigurðsson
Höfundur er formaður dómaranefndar HSÍ, fyrrverandi dómari eftir 32 ár, þar af 15 ár alþjóðadómari, núverandi eftirlitsmaður HSÍ og EHF, rafmagnsiðnfræðingur með lýsingarhönnun sem sérsvið, giftur síðan 1976, faðir tveggja dætra og afi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þrekpróf 2007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 24221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband